Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 16:54 Ólafur Stephensen segir aðgerðir matvæla- og dómsmálaráðherra ekki eiga heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. Vísir/vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira