Ráðherra sendir lögreglu erindi vegna netsölu áfengis Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2024 18:19 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins líkti heimsendingu á Brennivíni eins og hún er framkvæmd í dag við nútíma sprúttsölu. Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“ Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að undanfarið hefur netsala áfengis til neytenda færst nokkuð í aukana og það hafi orðið tilefni til umræðu í samfélaginu, m.a. í tengslum við markmið laga um að stýra aðgengi að áfengi, draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu og vernda ungt fólk gegn neyslu áfengi Hinn 5. júní hafi ráðuneytinu boristerindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem til greina koma varðandi breytingar á því. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Fagfélög í heilbrigðiskerfinu lýst áhyggjum Málið var til umræðu á Alþingi í dag en Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði að fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hefðu vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum um að fá vín í búðir. Í sérstökum umræðum sem hún hóf um sölu áfengis á netinu sagði hún menn kinka kolli við lýðheilsusjónarmiðum en svo endaði umræðan alltaf á sama stað. „Að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr. Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum,“ sagði Jódís á Alþingi í dag. Það gilti bæði um Bónus og Netið. Þetta væri ekkert vafamál en þrátt fyrir það byðu tugi netverslana upp á áfengi. Þingflokkur Vinstri grænna hefði haft lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar varðandi allar breytingar á áfengislöggjöfinni. Nú hefði framboð á áfengi hins vegar margfaldast. „Er ráðherra tilbúinn að grípa í taumana varðandi netsölu áfengis í ljósi þess lýðheilsuskaða sem fagfélög í heilbrigðiskerfinu hafa lýst rökstuddum áhyggjum af að muni verða ef slík viðskipti eru látin óáreitt.“ Nútíma sprúttsala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vísaði til lýðheilsustefnu stjórnvalda og sagði augljóst hvað aukin neysla á áfengi hefði í för með sér fyrir heilsu fólks og kostnað samfélagsins. Hann hefði því skrifað fjármálaráðherra og óskað eftir upplýsingum um hvernig hann hyggðist framfylgja eftirliti með verslun með áfengi. „Takmarkanir á aðgengi eins og einkasala, með takmörkunum á opnunartímum og auglýsingabann eru meðal þeirra öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum,“ sagði Willum. Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins tjáði sig að auki um málið. Hann líkti heimsendingu á brennivíni við nútíma sprúttsölu eins og hún er framkvæmd. „Menn hringja bara á bíl og það er komið eftir hálftíma upp í rúm til fólks. Það þarf ekki einu sinni að klæða sig til að sækja þetta. Sendibílar í nágrannabyggðum hér eru fullir af brennivíni keyrandi heim til fólks alla daga vikunnar. Aðallega eldri borgarar sem sitja heima og drekka sig fulla á hverjum einasta degi. Þetta er orðið langstærsta vandamál SÁÁ.“
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira