„Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 20:12 Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. vísir/Hulda Margrét Þór/KA tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna þegar liðið sigraði FH með einu marki gegn engu í Hafnarfirði í dag. Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. „Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum. Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann