Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 11:13 Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í morgun. Hann segir viðbrögð fulltrua Hamas vekja vonir. AP/Jack Guez Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11
Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12
Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14