„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“ Atli Arason skrifar 8. júní 2024 17:12 John Andrews fannst sínir leikmenn fara full mikið út úr leikplaninu. vísir/hulda margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum. „Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Keflavík er gott lið og þær eru vel þjálfaðar. Þær gerðu svosem ekkert sem kom okkur á óvart, það var frekar að við komum okkur sjálfum á óvart með spilamennskunni. Hins vegar, þegar þú ert einu marki yfir á útivelli þá er eðlilegt að liðið hægir á leiknum. Það kallast að stjórna leiknum, þessi myrkaöfl knattspyrnunnar. Maður verður að virða það. Þetta er toppfótbolti í efstu deild og stelpurnar verða að aðlagast þessu,,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þjörmuðum að þeim og reyndum okkar besta, það gekk upp í síðasta leik gegn FH en það gekk ekki í dag. Við erum öll mjög stolt af frammistöðu liðsins í dag en því miður skilaði það engu.“ Aðspurður taldi Andrews að sínir leikmenn hafi gleymt á köflum hvert leikplanið fyrir leik var. „Mér fannst við setja leikinn vel upp en við fórum aðeins of langt frá leikplaninu. Við viljum almennt teygja á andstæðingum okkar og nota plássið sem myndast í kjölfarið en við gerðum það ekki vel í dag. Nú þurfum við bara að snúa okkur aftur að teikniborðinu og undirbúa okkur betur fyrir næsta leik gegn Tindastól á sunnudag,“ svaraði Andrews, sem gat þó tekið jákvæða punkta úr tapinu í dag inn í næsta leik gegn Tindastól. „Við verðum að færast aftur nær okkar eigin leik til að eiga möguleika á því að sigra Tindastól. Við trúum því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild og höfum sýnt að við getum það þegar við spilum við stærri liðin. Fyrir næsta leik verðum við þó að sýna hærra orkustig og meira sjálfstraust. Við verðum að fara norður á sunnudag og virkilega setja pressu á Tindastól. Það hefur virkað fyrir okkur til lengri tíma og við verðum að sýna það aftur,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira