Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júní 2024 09:53 Unnur Berglind er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/sigurjón Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heiðdís Anna er nýtekin við starfi ljósmóður í Sveitarfélaginu Hornafirði en þar hefur ekki verið starfandi ljósmóðir í tólf ár. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún um viðhorf og væntingar kvenna í sveitarfélaginu til þjónustu í barneignarferlinu. Á hverju ári fæðast um tuttugu til þrjátíu börn í sveitarfélaginu en íbúar eru um þrjú þúsund. Þjónustunni í sveitarfélaginu hefur hingað til verið sinnt af ljósmæðrum frá Klaustri og Selfossi sem skiptust á að sinna konunum á tveggja vikna fresti. Heiðdís tók viðtöl við rýnihóp kvenna og segir að skýr krafa hafi komið frá þeim öllum í viðtölunum að fá ljósmóður í sveitarfélagið í fasta vinnu . Það myndi veita þeim meira öryggi auk þess sem það gæfi þeim færi á að tengjast þeim betur. Heiðdís bendir á að þótt svo að hjúkrunarfræðingur og læknir séu með fasta viðveru á staðnum þá séu ljósmæður sérfræðingar í barneignarferlinu. Þær segja það oft vera erfitt fyrir konur að þurfa að fara frá heimili sínu nær fæðingarstað um tveimur til þremur vikum fyrir settan dag. Það geti verið afar krefjandi fyrir til dæmis fólk sem er með fjölskyldur. Heiðdís segir konurnar sem hún ræddi við hafa nefnt þetta og margar sagt þetta flakk hafa verið afar erfitt. Þær hafi upplifað skort á skilningi í fæðingarþjónustunni utan heimabyggðar um hversu erfitt það sé að vera fjarri heimilinu að bíða eftir barninu í svo langan tíma. Auk þess geti það þýtt að pör verði af verulegum fjármunum vegna fjarveru frá vinnu. Erfið staða fyrir ljósmæður í stórum sveitarfélögum Unnur Berglind segir erfiða stöðu í greininni. Ljósmæðrum hafi farið fækkaði því svo stórir hópar hafi farið á eftirlaun. Á sama tíma hafi ekki jafn margar ljósmæður útskrifast. Takmarkandi þátturinn sé verknámið því það sé bara ákveðinn fjöldi fæðinga. Hvað varðar lengd og fyrirkomulag námsins segir Unnur Berglind að það geti verið hagræðing í því að breyta fyrirkomulaginu þannig að þær sem ætli að starfa sem ljósmæður ákveði það fyrr í ferlinu. Á sama tíma sé það afar hentugt að vera hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og líklegra þannig að fá til dæmis vinnu á landsbyggðinni. Það sé ólíklegt að í litlum byggðarlögum sé fullt starf fyrir ljósmæður. „Það er mjög gott að vera hjúkrunarfræðingur líka.“ Unnur Berglind segir oft mikið álag á konum sem sinni ljósmæðrastarfinu utan höfuðborgarsvæðisins. Þær sinni oft dreifbýlum svæðum og séu í raun alltaf á vakt þótt þær séu ekki á launum. Hún segir að í draumaheimi væru tvær ljósmæður á hverjum stað sem geti leyst hver aðra af. Konur gætu þá þekkt sínar ljósmæður og myndað við þær tengsl. Heilbrigðismál Byggðamál Sveitarfélagið Hornafjörður Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16. febrúar 2024 08:50 Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Heiðdís Anna er nýtekin við starfi ljósmóður í Sveitarfélaginu Hornafirði en þar hefur ekki verið starfandi ljósmóðir í tólf ár. Í lokaverkefni sínu skrifaði hún um viðhorf og væntingar kvenna í sveitarfélaginu til þjónustu í barneignarferlinu. Á hverju ári fæðast um tuttugu til þrjátíu börn í sveitarfélaginu en íbúar eru um þrjú þúsund. Þjónustunni í sveitarfélaginu hefur hingað til verið sinnt af ljósmæðrum frá Klaustri og Selfossi sem skiptust á að sinna konunum á tveggja vikna fresti. Heiðdís tók viðtöl við rýnihóp kvenna og segir að skýr krafa hafi komið frá þeim öllum í viðtölunum að fá ljósmóður í sveitarfélagið í fasta vinnu . Það myndi veita þeim meira öryggi auk þess sem það gæfi þeim færi á að tengjast þeim betur. Heiðdís bendir á að þótt svo að hjúkrunarfræðingur og læknir séu með fasta viðveru á staðnum þá séu ljósmæður sérfræðingar í barneignarferlinu. Þær segja það oft vera erfitt fyrir konur að þurfa að fara frá heimili sínu nær fæðingarstað um tveimur til þremur vikum fyrir settan dag. Það geti verið afar krefjandi fyrir til dæmis fólk sem er með fjölskyldur. Heiðdís segir konurnar sem hún ræddi við hafa nefnt þetta og margar sagt þetta flakk hafa verið afar erfitt. Þær hafi upplifað skort á skilningi í fæðingarþjónustunni utan heimabyggðar um hversu erfitt það sé að vera fjarri heimilinu að bíða eftir barninu í svo langan tíma. Auk þess geti það þýtt að pör verði af verulegum fjármunum vegna fjarveru frá vinnu. Erfið staða fyrir ljósmæður í stórum sveitarfélögum Unnur Berglind segir erfiða stöðu í greininni. Ljósmæðrum hafi farið fækkaði því svo stórir hópar hafi farið á eftirlaun. Á sama tíma hafi ekki jafn margar ljósmæður útskrifast. Takmarkandi þátturinn sé verknámið því það sé bara ákveðinn fjöldi fæðinga. Hvað varðar lengd og fyrirkomulag námsins segir Unnur Berglind að það geti verið hagræðing í því að breyta fyrirkomulaginu þannig að þær sem ætli að starfa sem ljósmæður ákveði það fyrr í ferlinu. Á sama tíma sé það afar hentugt að vera hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og líklegra þannig að fá til dæmis vinnu á landsbyggðinni. Það sé ólíklegt að í litlum byggðarlögum sé fullt starf fyrir ljósmæður. „Það er mjög gott að vera hjúkrunarfræðingur líka.“ Unnur Berglind segir oft mikið álag á konum sem sinni ljósmæðrastarfinu utan höfuðborgarsvæðisins. Þær sinni oft dreifbýlum svæðum og séu í raun alltaf á vakt þótt þær séu ekki á launum. Hún segir að í draumaheimi væru tvær ljósmæður á hverjum stað sem geti leyst hver aðra af. Konur gætu þá þekkt sínar ljósmæður og myndað við þær tengsl.
Heilbrigðismál Byggðamál Sveitarfélagið Hornafjörður Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16. febrúar 2024 08:50 Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Yfirmenn segi ljósmæður hitta konur of oft og of lengi Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir álag aukast, verkefnum fjölga og að allt að þriðjungur allra ljósmæðra á landinu íhugi nú að yfirgefa starfsstéttina. Ljósmæður fái ekki faglegt svigrúm til að vinna vinnuna sína og stjórnvöld taki málið ekki alvarlega. 16. febrúar 2024 08:50
Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. 7. desember 2023 07:00