Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:21 Þetta segir Fico í langri ræðu sem hann birti á Facebook í dag. AP/Geert Vanden Wijngaert Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum. Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara. Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara.
Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira