„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 09:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur fólk á Íslandi í „búbblu“ hvað varðar stuðning Íslands við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?