„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2024 20:52 Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr í kappræðunum á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins. NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins.
NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira