„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 09:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur fólk á Íslandi í „búbblu“ hvað varðar stuðning Íslands við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52