Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 16:26 Ólympíuleikarnir fara fram í París 26. júlí til 11. ágúst. EPA Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra. Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Meðal þeirra sem fluttir hafa verið á brott eru flóttamenn, fjölskyldur og börn í viðkvæmri stöðu, að því er kemur fram í yfirlýsingu samtakanna Le Revers de la Médaille sem The Guardian hefur eftir. Þá hefur lögregla leyst upp starfsemi kynlífsverkafólks og fíkiefnaneytenda á svæðum þar sem það hélt til og hafði aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá segir að niðurrif yfirvalda á tjaldbúðum heimilislausra í París og nágrenni hafi færst í aukana síðastliðið ár. Á rúmu ári hafi hátt í þrettán þúsund heimilislausir Parísarbúar verið færðir úr tjaldbúðum sínum. Paul Alauzy, talsmaður mannúðarsamtakanna Médecins du Monde, segir borgaryfirvöld í París hafa gerst sek um „félagslegar hreinsanir“ (e. social clensing) á viðkvæmasta hópi borgarinnar, í þeim tilgangi að fegra ímynd borgarinnar fyrir ólympíuleikana. Hann segir fólkinu hafa verið ekið með rútum í aðrar tjaldbúðir í hæfilegri fjarlægð frá borginni sem skammtímalausn á vandanum. „Ef þetta væri göfug lausn á vandamálinu væri fólk að berjast fyrir sæti í þessum rútum, sem það er ekki að gera. Við erum hægt og rólega að gera lífið ómögulegt fyrir þetta fólk,“ segir Alauzy. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, segir borgarstjórn hafa í mörg ár þrýst á ríkisstjórn Frakklands, sem ber ábyrgð á neyðarskýlum, að leggja fram áætlun til þess að hýsa þá 3600 íbúa Parísar sem eru heimilislausir. Í fyrra fullyrti hún að engum yrði gert að yfirgefa borgina gegn eigin vilja. Hún segir málið ekki á ábyrgð borgarstjórnar að skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa en þrátt fyrir það geri borgaryfirvöld meira en gott þyki í þeim málum. Í hverri viku sjái borgarstjórn um að hýsa þúsundir heimilislausra.
Ólympíuleikar Frakkland Málefni heimilislausra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira