Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2024 11:26 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. Bæði verjendur Trumps og saksóknarar fluttu lokaávörp sín í réttarhöldunum í gær. Í dag mun Juan Merchan, dómari, að öllum líkindum veita kviðdómurum leiðbeiningar áður en þeir leggjast undir feld. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður hans, greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Joshua Steinglass, einn saksóknara málsins, sagði í ávarpi sínu að Trump hefði brotið lög þegar hann endurgreiddi Cohen greiðsluna til Daniels og hann hafi falsað bókhaldsskjöl í tengslum við þá endurgreiðslu. „Allir vegir liggja að manninum sem græddi mest, Donald Trump,“ sagði Steinglass, samkvæmt frétt New York Times. Hann sagði Trump hafa gert þetta til að blekkja bandaríska kjósendur. Todd Blanche, einn verjenda Trumps, sagði forsetann fyrrverandi ekki hafa framið neinn glæp. Trump hefði beitt hefðbundnum viðskiptaháttum og engin skjöl hefðu verið fölsuð. Þær ásakanir væru lygar og svik án nokkurra sannanna. Þá varði hann miklum tíma í að draga úr trúverðugleika Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og kallaði hann „mesta lygara sögunnar“. Sjá einnig: Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Samkvæmt AP fréttaveitunni geta kviðdómendur fundið Trump sekan af öllum ákæruliðum, engum eða nokkrum. Ef þau komast ekki að sameiginlegri niðurstöðu getur dómarinn þurft að vísa málinu frá og þá þyrftu saksóknarar að ákveða hvort þeir myndu vilja rétta aftur yfir Trump eða ekki. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29 Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. 23. maí 2024 23:45 Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22. maí 2024 23:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bæði verjendur Trumps og saksóknarar fluttu lokaávörp sín í réttarhöldunum í gær. Í dag mun Juan Merchan, dómari, að öllum líkindum veita kviðdómurum leiðbeiningar áður en þeir leggjast undir feld. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður hans, greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Joshua Steinglass, einn saksóknara málsins, sagði í ávarpi sínu að Trump hefði brotið lög þegar hann endurgreiddi Cohen greiðsluna til Daniels og hann hafi falsað bókhaldsskjöl í tengslum við þá endurgreiðslu. „Allir vegir liggja að manninum sem græddi mest, Donald Trump,“ sagði Steinglass, samkvæmt frétt New York Times. Hann sagði Trump hafa gert þetta til að blekkja bandaríska kjósendur. Todd Blanche, einn verjenda Trumps, sagði forsetann fyrrverandi ekki hafa framið neinn glæp. Trump hefði beitt hefðbundnum viðskiptaháttum og engin skjöl hefðu verið fölsuð. Þær ásakanir væru lygar og svik án nokkurra sannanna. Þá varði hann miklum tíma í að draga úr trúverðugleika Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og kallaði hann „mesta lygara sögunnar“. Sjá einnig: Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Samkvæmt AP fréttaveitunni geta kviðdómendur fundið Trump sekan af öllum ákæruliðum, engum eða nokkrum. Ef þau komast ekki að sameiginlegri niðurstöðu getur dómarinn þurft að vísa málinu frá og þá þyrftu saksóknarar að ákveða hvort þeir myndu vilja rétta aftur yfir Trump eða ekki. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29 Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. 23. maí 2024 23:45 Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22. maí 2024 23:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29
Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. 23. maí 2024 23:45
Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22. maí 2024 23:00