Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2024 23:45 Donald Trump sakaði Joe Biden ranglega um að gefa út skotleyfi á sig í vikunni. AP/Michael M. Santiago Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. Trump fullyrti sjálfur á samfélagsmiði sínum á þriðjudagskvöld að dómsmálaráðuneytið hefði veitt FBI leyfi til þess að skjóta til bana við húsleit sem alríkislögreglan gerði í Mar-a-Lago klúbbi fyrrverandi forsetans í ágúst árið 2022. „NÚNA VITUM VIÐ FYRIR VÍST AÐ JOE BIDEN ER ALVARLEG ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ,“ skrifað Trump í hástöfum en hann hefur sjálfur ítrekað verið sakaður um að ógna bandarísku lýðræði. Stuðningsmenn Trump hafa endurtekið fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum og þær hafa ratað á suma óvandaðri fjölmiðla. Framboð hans hefur gengið enn lengra í fjáröflun sinni og fullyrt í tölvupóstum að dómsmálaráðuneyti Biden hafi haft heimilt til þess að skjóta Trump sjálfan. „Ég slapp naumlega undan dauðanum,“ sagði í titli eins slíks tölvupósts, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þið vitið að þá klæjar í fingurna að gera það óhugsandi. Joe Biden var með allt hlaðið, tilbúinn að taka mig úr leik og setja fjölskyldu mína í hættu,“ sagði í póstinum. Útúrsnúningur á stöðluðu plaggi Fullyrðingarnar byggjast á orðalagi í stefnuskjali um beitingu valds sem alríkislögreglan notaði við húsleitina. Í því sagði að lögreglumenn mættu aðeins bana fólki ef þeir eða aðrir væru í bráðri hættu. Skjalið var á meðal fjölda annarra sem er lagt fram í sakamáli á hendur Trump vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og alríkislögreglan lagði hald á. Trump var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Síða úr greinargerð verjenda Trump þar sem vísað er til orðalags úr skjali sem tengdist húsleitinni í Mar-a-Lago fyrir að verða tveimur árum.AP/Jon Elswick AP-fréttastofan segir að fullyrðingar Trump og félaga sé útúrsnúningur á stöðluðu orðlagi sem sé notað í skjölum sem þessum þegar leitarheimildir eru gefnar út. Tilgangur þess sé ekki að veita lögreglu heimild til þess að drepa fólk heldur að takmarka valdbeitingu. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði fréttamönnum í dag að sams konar stefnuskjal hefði legið að baki húsleit sem var gerð á heimili Biden í ótengdu máli sem snerist einnig um leyniskjöl. „Þessar ásakanir eru rangar og stórhættulegar,“ sagði ráðherrann. Þegar AP bar það undir talskonu framboðs Trump hvort að það stæði við falskar fullyrðingar sínar svaraði hún: „Þetta er viðurstyggileg tilraun til þess að verja Joe Biden sem er spilltasti forseti sögunnar og ógn við lýðræðið okkar.“ Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Alríkislögreglan FBI heyrir undir ráðuneyti hans.Vísir/EPA Vilja útiloka sönnungargögnin í málinu Trump er sakaður um að hafa tekið ólöglega fjölda leynilegra skjala með ríkisleyndarmálum þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og fullyrt að skjölin væru hans persónulega eign. Lögmenn hans reyna nú að koma í veg fyrir að sönnunargögn sem fundust við húsleitina í Mar-a-Lago verði lögð fram í máli sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins gegn honum á þeim forsendum að leitin hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að taka fyrir kröfu Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi fyrir saksókn í krafti stöðu sinnar sem fyrrverandi forseti sem lægri dómstig höfnuðu alfarið. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Trump fullyrti sjálfur á samfélagsmiði sínum á þriðjudagskvöld að dómsmálaráðuneytið hefði veitt FBI leyfi til þess að skjóta til bana við húsleit sem alríkislögreglan gerði í Mar-a-Lago klúbbi fyrrverandi forsetans í ágúst árið 2022. „NÚNA VITUM VIÐ FYRIR VÍST AÐ JOE BIDEN ER ALVARLEG ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ,“ skrifað Trump í hástöfum en hann hefur sjálfur ítrekað verið sakaður um að ógna bandarísku lýðræði. Stuðningsmenn Trump hafa endurtekið fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum og þær hafa ratað á suma óvandaðri fjölmiðla. Framboð hans hefur gengið enn lengra í fjáröflun sinni og fullyrt í tölvupóstum að dómsmálaráðuneyti Biden hafi haft heimilt til þess að skjóta Trump sjálfan. „Ég slapp naumlega undan dauðanum,“ sagði í titli eins slíks tölvupósts, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þið vitið að þá klæjar í fingurna að gera það óhugsandi. Joe Biden var með allt hlaðið, tilbúinn að taka mig úr leik og setja fjölskyldu mína í hættu,“ sagði í póstinum. Útúrsnúningur á stöðluðu plaggi Fullyrðingarnar byggjast á orðalagi í stefnuskjali um beitingu valds sem alríkislögreglan notaði við húsleitina. Í því sagði að lögreglumenn mættu aðeins bana fólki ef þeir eða aðrir væru í bráðri hættu. Skjalið var á meðal fjölda annarra sem er lagt fram í sakamáli á hendur Trump vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og alríkislögreglan lagði hald á. Trump var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Síða úr greinargerð verjenda Trump þar sem vísað er til orðalags úr skjali sem tengdist húsleitinni í Mar-a-Lago fyrir að verða tveimur árum.AP/Jon Elswick AP-fréttastofan segir að fullyrðingar Trump og félaga sé útúrsnúningur á stöðluðu orðlagi sem sé notað í skjölum sem þessum þegar leitarheimildir eru gefnar út. Tilgangur þess sé ekki að veita lögreglu heimild til þess að drepa fólk heldur að takmarka valdbeitingu. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði fréttamönnum í dag að sams konar stefnuskjal hefði legið að baki húsleit sem var gerð á heimili Biden í ótengdu máli sem snerist einnig um leyniskjöl. „Þessar ásakanir eru rangar og stórhættulegar,“ sagði ráðherrann. Þegar AP bar það undir talskonu framboðs Trump hvort að það stæði við falskar fullyrðingar sínar svaraði hún: „Þetta er viðurstyggileg tilraun til þess að verja Joe Biden sem er spilltasti forseti sögunnar og ógn við lýðræðið okkar.“ Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Alríkislögreglan FBI heyrir undir ráðuneyti hans.Vísir/EPA Vilja útiloka sönnungargögnin í málinu Trump er sakaður um að hafa tekið ólöglega fjölda leynilegra skjala með ríkisleyndarmálum þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og fullyrt að skjölin væru hans persónulega eign. Lögmenn hans reyna nú að koma í veg fyrir að sönnunargögn sem fundust við húsleitina í Mar-a-Lago verði lögð fram í máli sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins gegn honum á þeim forsendum að leitin hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að taka fyrir kröfu Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi fyrir saksókn í krafti stöðu sinnar sem fyrrverandi forseti sem lægri dómstig höfnuðu alfarið.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42