Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 11:30 Ásgeir Margeirsson er formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir. Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir.
Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12