Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:01 Hópur lækna sem starfar meðal annars á þyrlum Landhelgisgæslunnar vill að þyrlupallur verði ofan á nýja Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar. Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar.
Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent