Pólverjar víggirða landamærin í austri Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 10:44 Cezary Tomczyk, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og Wieslaw Kukula, formaður herforingjaráðs Póllands, á blaðamannafundi í gær. AP/Czarek Sokolowski Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum. Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum.
Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“