AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 13:10 Maximilian Krah, leiðtogi AfD á Evrópuþinginu, kom sér meðal annars í klandur með því að segja ítölsku dagblaði að allir liðsmenn SS-sveitanna hefðu ekki endilega verið stríðsglæpamenn. Hann er einnig til rannsóknar í tengslum við greiðslur frá Rússlandi og Kína. AP/Jean-Francois Badias Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46