Íslenski boltinn

Breiða­blik tók fram úr Val í launa­greiðslum til leik­manna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Breiðablik endaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna í fyrra.
Breiðablik endaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna í fyrra. vísir/anton

Breiðablik var með hæsta launakostnaðinn í Bestu deild karla og kvenna á síðasta ári.

Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu. Þar voru ársreikningar félaganna sem léku í efstu deild 2019-23 greind. Skýrsluna má nálgast með því að smella hér.

Launakostnaður Breiðabliks vegna leikmanna 2023 nam 227 milljónum króna. Valur kemur þar á eftir með launakostnað upp á 192 milljónir króna. KA er svo í 3. sæti með 164 milljóna króna launakostnað. 

Víkingur, sem vann þrjá af fjórum stóru titlunum 2023, greiddi samtals 144 milljónir króna í launakostnað.

Valur var með hæsta launakostnaðinn til leikmanna 2022 og 2021 en Breiðablik hefur nú tekið fram úr Hlíðarendafélaginu á þessu sviði.

HK var með lægsta launakostnaðinn af liðunum í Bestu deild karla 2023, eða 54 milljónir króna. Þar á eftir kemur KR en samkvæmt skýrslunni greiddi félagið aðeins sextíu milljónir króna í laun.

Athygli vekur að launakostnaður Keflavíkur 2023 var 110 milljónir króna. Það skilaði ekki miklu inni á vellinum því karlaliðið féll á sannfærandi hátt og kvennaliðið hélt sér naumlega uppi.

Laun til leikmanna í Bestu deildum karla og kvenna 2023

  • Breiðablik - 227 milljónir
  • Valur - 192
  • KA - 164
  • Víkingur - 144
  • Keflavík - 110
  • Fram - 107
  • Stjarnan - 102
  • ÍBV - 95
  • FH - 83
  • Fylkir - 74
  • KR - 60
  • HK - 54
  • Þróttur - 48
  • Tindastóll - 12
  • Þór/KA - 10
  • Selfoss - 0

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×