Íslenski boltinn

Víkingar greiddu lang­mest í sektir vegna agamála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar þurftu að borga næstum því hálfa milljón í sektir vegna agamála á síðasta ári.
Víkingar þurftu að borga næstum því hálfa milljón í sektir vegna agamála á síðasta ári. vísir/hulda margrét

Víkingur greiddi mest allra félaga í sektir vegna agamála á árinu 2023, alls 448 þúsund krónur, rúmlega tvö hundruð þúsund krónum meira en næsta félag, KA.

Í dag var samantektarskýrsla KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu gefin út og kynnt. Í skýrslunni voru ársreikningar félaganna sem léku í efstu deild karla og kvenna 2019-23 greindir.

Ýmissa grasa kennir í skýrslunni sem má nálgast hér með því að smella hér. Þar kemur meðal annars fram hversu mikið félögin greiddu í sektir vegna agamála. Alls voru það 1,762 milljónir króna.

Víkingur greiddi langmest í sektir vegna agamála 2023, eða 448 þúsund krónur. Næst kom KA með 240 þúsund og þar á eftir ÍBV með 216 þúsund. Stjarnan greiddi tvö hundruð þúsund og FH 158 þúsund.

Víkingur greiddi 48 þúsund í leiksektir, fimmtíu þúsund í kærumál og 350 þúsund í önnur agamál. 

Tindastóll greiddi minnst, eða tólf þúsund krónur. HK, Leiknir R. og Valur greiddu tuttugu þúsund hvert félag.

Keflavík fékk flest refsistig (24) árið 2023 og ÍBV næstflest (22).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×