Þjálfarakapall knattspyrnusumarsins 2024: Hver tekur við Brighton, Bayern, Chelsea eða þá Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 10:01 Þessir fjórir eru orðaðir við fjölda liða en þrír af þeim fara atvinnulausir inn í sumarið. Vísir/Getty Images Það virðist sem þjálfarakapall ársins ætli að vera sá lengsti í manna minnum. Nú þegar eru Chelsea, Bayern München og AC Milan í þjálfaraleit, Manchester United gæti farið sömu leið og þá er fráfarandi þjálfari Brighton & Hove Albion gríðarlega eftirsóttur. Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira