Enski boltinn

Chelsea sló spjaldametið í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moises Caicedo fær  hér gula spjaldið í leik Chelsea og Newcastle United.
Moises Caicedo fær  hér gula spjaldið í leik Chelsea og Newcastle United. Getty/Mike Hewitt

Chelsea setti nýtt met í sigurleik sínum á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi um leið og liðið bætti stöðu sína í baráttunni um Evrópusætin. Metið er nú ekki eftirsótt.

Chelsea á tímabilinu 2023-24 er nú það lið sem hefur fengið á sig flest gul spjöld á einu tímabilið í meira en þrjátíu ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Metið féll þegar Raheem Sterling fékk gula spjaldið á 77. mínútu fyrir brot á Valentín Barco, leikmanni Brighton.

Það var ekki búið enn því fyrir liðinn Reece James fékk seinna rauða spjaldið fyrir að sparka í Joao Pedro hjá Brighton.

Gula spjaldið hans Sterling var númer 102 hjá Chelsea í deildarleikjum. Með því sló liðið met Leeds United sem fékk 101 gult spjald tímabilið 2021-22.

Moisés Caicedo fékk síðan gult spjald og þau gulu er því orðin 103 og liðið á enn einn leik eftir.

Chelsea náði aðeins að spila tvo leiki án þess að fá gult spjald, annar var á móti Manchester United 6. desember og hinn á móti Tottenham 2. maí. Liðið hefur fengið tvö eða fleiri gul spjöld í 30 af 37 leikjum.

Knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino er með ungt lið og það hefur reynt á liðið á erfiðu tímabili. Með meiri aga og meiri reynslu geta þessir hæfileikaríku leikmenn gert miklu betur en á þessu tímabili. Liðið hefur verið á mikilli uppleið seinni hluta tímabilsins sem lofar góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×