Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 13:28 Helga Vala segir málinu hvergi nærri lokið þrátt fyrir yfirlýsingu Ragnars. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar. Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira