Uppflettingar í sjúkraskrá: Segir málinu alls ekki lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 13:28 Helga Vala segir málinu hvergi nærri lokið þrátt fyrir yfirlýsingu Ragnars. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið. Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar. Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Vísir greindi frá því á sunnudag að Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefði birt færslu á Facebook þar sem hann segir að rannsókn á málinu sé lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væru „fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög“. „Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg,” segir Ragnar standa í bréfi sem hann hafi fengið sent 2. maí síðastliðinn. Helga Vala segir málið allt hið furðulegasta og að Ragnar virðist þarna aðeins fara fram úr sér. „Málið er enn í meðferð hjá Persónuvernd og embætti landlæknis, sem tóku við kvörtun um óeðlilegar uppflettingar í sjúkraskrá skjólstæðings míns,“ segir Helga Vala. Hún hafi fengið það staðfest að hvorugu embættinu hafi borist bréfið sem Ragnar vitnar til, það er að segja niðurstaða umræddar nefndar. Um er að ræða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá en Persónuvernd óskaði eftir umsögn hennar eftir að kvörtun barst frá konunni. Að sögn Helgu Völu voru forstjóri Landspítala og aðrir starfsmenn hins vegar vanhæfir eðli málsins samkvæmt og því var forstjóra Lyfjastofnunar falið að athuga málið. Gerir ráð fyrir að skjólstæðingur sinn fái tækifæri til að andmæla Í kjölfar þess að greint var frá Facebook-færslu Ragnars á sunnudaginn setti Helga Vala sig í samband við Persónuvernd, þar sem hún fékk það staðfest að þar á bæ hefðu menn ekki séð umrætt bréf. Það er að segja niðurstöðu forstjóra Lyfjastofnunar fyrir hönd eftirlitsnefndarinnar. Þá hafi Helga Vala fengið þau svör frá forstjóra Lyfjastofnunar að hún myndi ekki fá niðurstöður nefndarinnar afhentar, þar sem þær vörðuðu starfsmannamál Landspítala. „Staðgengill eftirlitsnefndar er ekki tilbúin með neitt til að afhenda Persónuvernd, þannig að ég veit ekki hvaða bréf þetta er sem Ragnar fær,“ segir Helga Vala. Það sé í meiri lagi undarlegt að Ragnar, og mögulega aðrir aðilar máls, séu búnir að fá aflausn áður en staðgengill eftirlitsnefndar hefur gert Persónuvernd grein fyrir niðurstöðum sínum. Hún geri hins vegar ráð fyrir að fá umrædda niðurstöðu afhenta þegar hún hefur ratað til Persónuverndar. Þá muni skjólstæðingur hennar fá tækifæri til að andmæla útskýringum læknanna. „En niðurstaða nefndarinnar er heldur ekkert lokasvar,“ ítrekar Helga Vala. „Það eru Persónuvernd og embætti landlæknis sem fara með málið.“ Ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám séu háalvarlegur hlutur og málið hafi lagst þungt á skjólstæðing hennar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Landspítalinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira