Heimafæðingum fjölgar og teljast eðlilegri en áður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 23:02 Arney Þórarinsdóttir ræddi málið á Bylgjunni. vísir Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira