Forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 13:31 Agnes Björg sálfræðingur að flytja erindi á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á. Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Agnes Björg Tryggvadóttir er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans þegar kemur að ofbeldi í nánu sambandi en um 150 slík mál hafa komið upp á spítalanum frá því í nóvember 2022, þegar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis hófst á landsvísu en verkefnið kallast „Hof“. „Við erum að hjálpa fólki að taka ákvarðanir um hvort það ætli að vera í samböndum eða fara úr þeim. Við erum að veita áfallahjálp, við gerum greiningar ef þörf er á, við veitum meðferð, við veitum stuðning í tengslum við kærumálin og erum í rauninni bara að fylgja fólki í gegnum þennan erfiða tíma, sem það er að upplifa áföll í nánu sambandi,“ segir Agnes Björg. Og hvernig er að vinna í svona umhverfi sem sálfræðingur? „Það er bæði erfitt og rosalega gefandi því það eru bara forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins. Auðvitað tekur það á, okkar starfsfólk þarf að hlúa vel að sér, en það er líka ofboðslega gefandi að sjá fólk ná bata í kjölfar hræðilegustu lífsreynslu sinnar og að geta haldið lífi sínu áfram.“ Agnes Björg Tryggvadóttir, sem er sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ná flestir bata eftir ofbeldi í nánu sambandi eða hvernig er það? „Já, almennt séð þá er árangur af áfallameðferð mjög góður en auðvitað getum við ekki veitt fólki meðferð, sem er enn þá í ofbeldissamböndum og það þurfa ekki allir meðferð, margir ná bata á náttúrulegan hátt en svo að sjálfsögðu þegar það er verið að vinna með áföll er hætta á að fólk hætti að nýta sér þjónustuna eins og er bara þegar forðun er hluti af vandamálinu,“ segir Agnes Björg. En sæki fólk aftur í ofbeldissambönd, maður hefur heyrt svolítið mikið um það? „Það er ákveðin áhætta á að verða aftur fyrir ofbeldi þegar maður hefur verið í ofbeldissambandi, sérstaklega ef ekki er búið að vinna með afleiðingar fyrra sambands,“ segir Agnes Björg, sálfræðingur í áfallateymi Landspítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem Agnes Björg var meðal annars með erindi með samstarfskonu sinni, Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels