Fylgjast grannt með gangi mála Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. maí 2024 21:48 Fjárhundur sem komst í lamb sem hafði drepist í sauðburði. Hægra meginn er lamb sem hafði flækst í girðingunni. Aðsend/Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent