Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 13:38 Lambið var flækt í girðinguna. Myndin er tekin í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Í tilkynningu frá DÍS segir að sauðféð á bænum sé „í miklum vanhöldum“ og komið utan girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Þá kemur fram að ærnar séu margar farnar að bera án eftirlits sem sé brot á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár. Sauðféð veikt „Nýborin lömb eru að finnast dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð er jafnframt margt orðið veikt og ein ær hefur fundist dauð. Um er að ræða mál þar sem dýr hafa verið látin þjást árum saman meðan málið er í ferli hjá yfirvöldum sem tryggja ekki velferð þessara dýra,“ segir í tilkynningu DÍS. Kindurnar geta ekki leitað inn. Myndirnar eru teknar í gær, 7. maí. Mynd/Steinunn Árnadóttir MAST hefur tilkynnt samtökunum að málið sé í ferli en DÍS telur stofnunina þurfa að bregðast strax við. Ef þau geri það ekki sinni þau ekki sínu lögbundna hlutverki að verja velferð dýra og hefur DÍS sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. Samtökin segja ástand dýranna afar lélegt og hafa tilkynnt málið til Umboðsmanns Alþingis. Lagaleg skylda að koma dýrunum til bjargar Fjallað var um MAST og viðbrögð stofnunarinnar í stjórnsýsluúttekt hjá Ríkisendurskoðun seint á síðasta ári. Þar kom, meðal annars, fram um eftirlit MAST með velferð búfjár að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra. Ærnar bera án eftirlits. Myndin er tekin í gær. Mynd/Steinunn Árnadóttir „Það er lagaleg skylda MAST að koma dýrum í neyð til bjargar, það er ekki síður siðferðisleg skylda samfélagsins alls,“ segir DÍS Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum að bænum Höfða í Þverárhlíð verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við. Málið þolir enga bið, í húfi er velferð, líf og heilsa dýranna á Höfða. Slæmur aðbúnaður um árabil Áður hefur verið fjallað um aðbúnað dýra á bænum en fyrir tæpu ári síðan vakti dýraverndunarsinninn Steinunn Árnadóttir athygli á slæmum aðbúnaði dýranna. Fleiri Borgfirðingar tóku undir það í viðtölum. Steinunn gerði helst athugasemdir við húsakostinn á bænum en ekki væri pláss fyrir allt féð. Auk þess væri ekkert fylgst með kindunum sem væru á túnum annarra bænda. Í desember í fyrra fór svo hópur dýraverndunarsinna í Þverárhlíð til að bjarga fé sem enn var úti. Ein kindanna var vafin í gaddavír. „Það er orðið mikið fannfergi þarna og við köllum þetta að það sé jarðbann, þær hafa ekkert fóður og ekkert til að næra sig á og þar eru náttúrulega öll lög um velferð dýra brotin. Þetta eru kindur, sem eiga að vera á húsi, þær eiga að hafa fóður og þær eiga að hafa skjól og það er ekki í boði fyrir þær þó maður sé búin að biðja um það,“ sagði Steinunn Árnadóttir þá í viðtali, en hún skipulagði hópferðina.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00 Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. 29. apríl 2024 14:00
Meðvirkni og aðgerðarleysi viðhaldi hræðilegu ástandi á Höfða Sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi í Borgarbyggð segir Matvælastofnun bregðast bændum og kindum á Höfða í Borgarfirði og að meðvirkni einkenni málið. Þrátt fyrir yfirlýsingar um aðgerðir hafi stofnunin ekkert gert og ástandið farið versnandi með hverju ári. 2. júní 2023 15:04