Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 15:54 Vélin var sótt úr Þingvallavatni í apríl, tveimur mánuðum eftir slysið. Vísir/Vilhelm Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira