Innlent

Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugmenn og félagar Haraldar minntust hans með svokölluðu samflugi.
Flugmenn og félagar Haraldar minntust hans með svokölluðu samflugi. Sigurður Þór Helgason/DJI Reykjavík

AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn.

Haraldur hefði orðið fimmtugur í gær en hann lést í flugslysi í Þingvallavatni í febrúar, ásamt þremur öðrum sem voru um borð. Haraldur var formaður AOPA á Íslandi.

Minningarathöfnin var haldin við Þingvallavatn, þar sem björgunarsveitir höfðu stjórnstöð í leitaraðgerðum eftir flugslysið. Kertum og blómum var fleytt á vatnið til minningar um Harald.

Þá var einnig flogið svokallað oddaflug yfir vatnið, eins og má í meðfylgjandi myndskeiði sem Sigurður Þór Helgason frá DJI Reykjavík tók í gær.

Klippa: Minningarathöfn um Harald Diego

Tengdar fréttir

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.