Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 15:09 Frá mótmælaaðgerðunum í Tíblisi. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira