Hvetur Hamas til að ganga að rausnarlegum tillögum Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 06:58 Blinken fundaði með ráðherrum ríkjanna við Persaflóa í gær. Til umræðu voru meðal annars friðarviðræður og mannúðarkrísan á Gasa. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Hamas það eina sem stendur á milli íbúa Gasa og vopnahlés. Hann hvetur samtökin til að ganga að „ótrúlega rausnarlegum“ tillögum Ísraelsmanna. Ummælin lét Blinken falla á World Economic Forum í Sádi Arabíu í gær en ráðherrann er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til að freista þess að stuðla að vopnahléi milli Ísrael og Hamas. Hann sagði að forsvarsmenn Hamas þyrftu að bregðast skjótt við en samkomulag gæti gjörbreytt stöðu mála í átökunum. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, var einnig á ráðstefnunni og hvatti Hamas sömuleiðis til að fallast á tillögur Ísrael. Sendinefnd Hamas í friðarviðræðunum yfirgaf Egyptaland í gær en sagðist myndu snúa aftur innan tíðar með skrifleg svör við tillögum Ísraelsmanna. Viðræður hafa staðið yfir í Kaíró en Ísraelsmenn hafa ekki gefið til kynna hvort þeir munu funda með fulltrúum Hamas. I joined representatives from Saudi Arabia, UAE, Qatar, Egypt, Jordan, and the Palestine Liberation Organization to discuss our work for lasting peace and security in the region as well as efforts to achieve a ceasefire with release of hostages. pic.twitter.com/9pa2kYvl61— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) April 29, 2024 Þessar nýjustu tillögur eru sagðar fela í sér nokkra eftirgjöf af hálfu Ísraelsmanna, sem eru sagðir hafa fallist á lausn aðeins 33 gísla gegn lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Þá er talað um annan áfanga vopnahlésins, viðvarandi friðartíma. Þá eru Ísraelsmenn sagðir hafa opnað á þann möguleika að ræða það að íbúar í norðurhluta Gasa fái að snúa heim og brotthvarf hermanna Ísrael sem hafast við á mörkunum sem skilja nú að norðurhlutann og suðurhlutann. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, segist bjartsýnn á gang viðræðnanna; búið sé að taka tillit til krafa beggja aðila og ná fram málamiðlun. Nú sé lokaákvörðunar beðið. Ísraelar hafa ekki ráðist inn í Rafah, enn sem komið er, en 30 eru sagðir hafa látist í loftárásum á borgina í gær. Að sögn Ísraelshers voru árásir gerðar á skotmörk þar sem hryðjuverkamenn voru taldir hafast við. Ísraelsmenn segja forystu Hamas hafast við í Rafah auk fjögurra bardagasveita. Sveitirnar séu að nota gíslana sem teknir voru 7. október síðastliðinn sem varnarvegg og það sé ómögulegt að ná markmiðum um tortímingu Hamas og björgun gíslana án þess að gera áhlaup á borgina. Ítarlega frétt um stöðu mála má finna á vef Guardian. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Ummælin lét Blinken falla á World Economic Forum í Sádi Arabíu í gær en ráðherrann er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til að freista þess að stuðla að vopnahléi milli Ísrael og Hamas. Hann sagði að forsvarsmenn Hamas þyrftu að bregðast skjótt við en samkomulag gæti gjörbreytt stöðu mála í átökunum. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, var einnig á ráðstefnunni og hvatti Hamas sömuleiðis til að fallast á tillögur Ísrael. Sendinefnd Hamas í friðarviðræðunum yfirgaf Egyptaland í gær en sagðist myndu snúa aftur innan tíðar með skrifleg svör við tillögum Ísraelsmanna. Viðræður hafa staðið yfir í Kaíró en Ísraelsmenn hafa ekki gefið til kynna hvort þeir munu funda með fulltrúum Hamas. I joined representatives from Saudi Arabia, UAE, Qatar, Egypt, Jordan, and the Palestine Liberation Organization to discuss our work for lasting peace and security in the region as well as efforts to achieve a ceasefire with release of hostages. pic.twitter.com/9pa2kYvl61— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) April 29, 2024 Þessar nýjustu tillögur eru sagðar fela í sér nokkra eftirgjöf af hálfu Ísraelsmanna, sem eru sagðir hafa fallist á lausn aðeins 33 gísla gegn lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Þá er talað um annan áfanga vopnahlésins, viðvarandi friðartíma. Þá eru Ísraelsmenn sagðir hafa opnað á þann möguleika að ræða það að íbúar í norðurhluta Gasa fái að snúa heim og brotthvarf hermanna Ísrael sem hafast við á mörkunum sem skilja nú að norðurhlutann og suðurhlutann. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, segist bjartsýnn á gang viðræðnanna; búið sé að taka tillit til krafa beggja aðila og ná fram málamiðlun. Nú sé lokaákvörðunar beðið. Ísraelar hafa ekki ráðist inn í Rafah, enn sem komið er, en 30 eru sagðir hafa látist í loftárásum á borgina í gær. Að sögn Ísraelshers voru árásir gerðar á skotmörk þar sem hryðjuverkamenn voru taldir hafast við. Ísraelsmenn segja forystu Hamas hafast við í Rafah auk fjögurra bardagasveita. Sveitirnar séu að nota gíslana sem teknir voru 7. október síðastliðinn sem varnarvegg og það sé ómögulegt að ná markmiðum um tortímingu Hamas og björgun gíslana án þess að gera áhlaup á borgina. Ítarlega frétt um stöðu mála má finna á vef Guardian.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira