Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:23 Grímsvötn árið 2021. Maðurinn ók þar um ofurölvi. Ragnar Axelsson Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg. Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg.
Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31