Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:23 Grímsvötn árið 2021. Maðurinn ók þar um ofurölvi. Ragnar Axelsson Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg. Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg.
Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31