Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 16:31 Mynd úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar að störfum við Grímsfjall. Landhelgisgæslan Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira