Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Ólafur Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2024 17:16 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra,. Visir/ Hulda Margrét Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. „Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira