Tíu KR-ingar skoruðu níu í gölnum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 21:16 Benóný Breki Andrésson skoraði tvö marka KR í kvöld Vísir/Anton Brink KR komst áfram í Mjólkurbikar karla í kvöld eftir skrautlegan leik við KÁ, Knattspyrnufélaginu Ásvöllum, í Hafnarfirði. KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér. Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér.
Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira