„Það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 11:30 Karlmaður var úrskurðaður í vikulangt varðhald í gær vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tæknideild lögreglu hefur að mestu lokið vettvangsrannsókn vegna manndráps í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Karlmaður var síðdegis úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað konu. Tæknideild er enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi um helgina. Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni. Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm í gærmorgun. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. „Vettvangsrannsókn er svona að mestu lokið, sakborningur er kominn í gæsluvarðhald og búið er að fara í ýmsar skýrslutökur. Núna er unnið í áframhaldandi rannsóknarvinnu, rannsóknaraðgerðum,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir tæknideild hafa lokið sínum störfum á vettvangi og vinni nú úr uppsöfnuðum gögnum. Skarphéðinn vildi ekki tjá sig um það hvaðan tilkynning barst til lögreglu eða hvort einhver annar hafi verið í íbúðinni en konan og karlmaðurinn. Þá gat hann ekki sagt til um það hvort lögregla væri komin með skýra mynd á atburðarrásina. Hafiði fundið eitthvað vopn eða er grunur um að áhald hafi verið notað við árásina? „Við erum enn að vinna í rannsóknaraðgerðum og gera okkar besta að fá heildarmynd yfir það sem þarna gerðist. Ég get ekki tjáð mig um einstaka rannsóknaraðgerðir akkúrat núna og hvaða mynd við erum að fá á þetta,“ segir Skarphéðinn. Er grunur um heimilisofbeldi eða merki um það og hafa verið höfð afskipti af manninum áður? „Það er allavega þannig að það er ástæða fyrir því að farið er í að rannsaka þetta andlát sérstaklega. Það er út af því að það er grunur um að eitthvað saknæmt er viðhaft. Annað get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi.“ Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir þá í samtali við fréttastofu að tæknideild lögreglunnar sé enn að störfum vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ákvað lögregla að aflétta gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litháen, eins og hinn látni.
Akureyri Lögreglumál Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23. apríl 2024 10:20
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri Karlmaður hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 22. apríl 2024 20:41