Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 10:20 Frá Kjarnagötu á Akureyri í gær. Vísir Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira