Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 10:20 Frá Kjarnagötu á Akureyri í gær. Vísir Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira