Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 14:26 Sendiferðabíll frá Öryggismiðstöðinni áþekkur þeim sem brotist var inn í á nokkrum sekúndum í Hamraborginni þann 25. mars. Vísir/Arnar Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. Fjórar vikur sléttar eru í dag liðnar frá því að tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutu þjófarnir rúðu á skotti bílsins, opnuðu hann, tóku töskurnar sjö og brunuðu í burtu. Reyndar voru þjófarnir að flýta sér svo mikið að samkvæmt heimildum Vísis urðu þeir af nokkrum milljónum króna. Þannig var poki í skotti bílsins með milljónir króna úr hraðbanka sem þjófarnir tóku ekki með sér. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands og tryggðir. Enginn varð því fyrir neinu beinu tjóni ef frá er talið viðkomandi tryggingafélag. Þá er óvíst hvort þjófarnir geti nýtt sér peningana. Vísbendingar eru um að litasprengjur hafi sprungið í annarri peningatöskunni. Hin peningataskan er ófundin. Myndbirting af þjófunum akandi í bíl hafa ekki dugað til að bera kennsl á þá. Það bendir til þess að þjófarnir séu ekki tengdir íslensku samfélagi. Öryggismiðstöðin hefur hafnað endurteknum beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna, segir fyrirtækið gjarnan vilja varpa ljósi á þjófnaðinn en geti ekki veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi meðan málið er í rannsókn hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki sett neina kröfu á Öryggismiðstöðina að tjá sig ekki um málið. „Í flutningi á verðmætum er forgangsmál að tryggja hagsmuni viðskiptavina og öryggi starfsmanna. Þeir öryggisverðir okkar sem veljast til starfans eru reyndustu menn fyrirtækisins og hafa gengið í gegnum mikla þjálfun. Þessi atburður var áfall fyrir þá sem voru að störfum þegar atvikið átti sér stað en við erum þakklát að enginn slasaðist,“ segir Ómar í tölvupósti til fréttastofu þar sem hann hafnar viðtalsbeiðni. Ómar sagði í tölvupósti til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þyrfti verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. „Við tökum þetta mál sannarlega mjög alvarlega og höfum hert enn frekar á öryggisreglum í fjármagnsflutningum. Atvik sem þetta lýsir breyttum heimi þar sem við þurfum að glíma við aukna glæpastarfsemi sem ógnar öryggi fólks og fyrirtækja,“ sagði Ómar í tölvupósti til Vísis fyrir helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Öryggismiðstöðin fjölgað í því teymi sem tæmir spilakassa á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Þar eru tæplega hundrað spilakassar í rekstri en staðurinn hefur leyfi fyrir 49 manns. Sjö af síðustu átta gullpottum hafa unnist hjá Videomarkaðnum sem nýtur mikilla vinsælda hjá spilafíklum. „Varðandi upplýsingar um stöðu málsins vísum við á lögreglu. Við munum vilja tjá okkur um heildarmynd þessa máls þegar rannsókn er lokið en með því að veita upplýsingar um einstök atriði nú þá gætum við stefnt rannsókninni í hættu.“ Ómögulegt er að segja hvenær rannsókn málsins lýkur. Lögregla vinnur úr vísbendingum og stefnir á að leysa málið. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður tjáði fréttastofu fyrir helgi að hann væri að eðlisfari bjartsýnn maður og lögregla ynni hörðum höndum að því að hafa hendur í hári þjófanna. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Tengdar fréttir Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2. apríl 2024 10:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Fjórar vikur sléttar eru í dag liðnar frá því að tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutu þjófarnir rúðu á skotti bílsins, opnuðu hann, tóku töskurnar sjö og brunuðu í burtu. Reyndar voru þjófarnir að flýta sér svo mikið að samkvæmt heimildum Vísis urðu þeir af nokkrum milljónum króna. Þannig var poki í skotti bílsins með milljónir króna úr hraðbanka sem þjófarnir tóku ekki með sér. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands og tryggðir. Enginn varð því fyrir neinu beinu tjóni ef frá er talið viðkomandi tryggingafélag. Þá er óvíst hvort þjófarnir geti nýtt sér peningana. Vísbendingar eru um að litasprengjur hafi sprungið í annarri peningatöskunni. Hin peningataskan er ófundin. Myndbirting af þjófunum akandi í bíl hafa ekki dugað til að bera kennsl á þá. Það bendir til þess að þjófarnir séu ekki tengdir íslensku samfélagi. Öryggismiðstöðin hefur hafnað endurteknum beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna, segir fyrirtækið gjarnan vilja varpa ljósi á þjófnaðinn en geti ekki veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi meðan málið er í rannsókn hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki sett neina kröfu á Öryggismiðstöðina að tjá sig ekki um málið. „Í flutningi á verðmætum er forgangsmál að tryggja hagsmuni viðskiptavina og öryggi starfsmanna. Þeir öryggisverðir okkar sem veljast til starfans eru reyndustu menn fyrirtækisins og hafa gengið í gegnum mikla þjálfun. Þessi atburður var áfall fyrir þá sem voru að störfum þegar atvikið átti sér stað en við erum þakklát að enginn slasaðist,“ segir Ómar í tölvupósti til fréttastofu þar sem hann hafnar viðtalsbeiðni. Ómar sagði í tölvupósti til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þyrfti verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. „Við tökum þetta mál sannarlega mjög alvarlega og höfum hert enn frekar á öryggisreglum í fjármagnsflutningum. Atvik sem þetta lýsir breyttum heimi þar sem við þurfum að glíma við aukna glæpastarfsemi sem ógnar öryggi fólks og fyrirtækja,“ sagði Ómar í tölvupósti til Vísis fyrir helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Öryggismiðstöðin fjölgað í því teymi sem tæmir spilakassa á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Þar eru tæplega hundrað spilakassar í rekstri en staðurinn hefur leyfi fyrir 49 manns. Sjö af síðustu átta gullpottum hafa unnist hjá Videomarkaðnum sem nýtur mikilla vinsælda hjá spilafíklum. „Varðandi upplýsingar um stöðu málsins vísum við á lögreglu. Við munum vilja tjá okkur um heildarmynd þessa máls þegar rannsókn er lokið en með því að veita upplýsingar um einstök atriði nú þá gætum við stefnt rannsókninni í hættu.“ Ómögulegt er að segja hvenær rannsókn málsins lýkur. Lögregla vinnur úr vísbendingum og stefnir á að leysa málið. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður tjáði fréttastofu fyrir helgi að hann væri að eðlisfari bjartsýnn maður og lögregla ynni hörðum höndum að því að hafa hendur í hári þjófanna.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Tengdar fréttir Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2. apríl 2024 10:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. 19. apríl 2024 11:45
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11
Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2. apríl 2024 10:32