„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2024 16:58 Davíð Smári Lamude brosti breitt að leik loknum. vísir/diego Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. „Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega. Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
„Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega.
Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira