Segir að Haaland hafi beðið um skiptingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 11:00 Erling Haaland hefur spilað fjóra leiki með Manchester City á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og ekki náð að skora eitt mark í þeim. AP/Mike Egerton Margir voru hissa að sjá markahæsta leikmann Manchester City tekinn af velli eftir venjulegan leikmtíma. Dramur Manchester City um að vinna þrennuna annað tímabilið í röð varð að engu í gærkvöldi þegar Real Madrid sló ensku meistarana út úr Meistaradeildinni. Real Madrid vann leikinn í vítakeppni en hann fór fram á heimavelli Manchester City. Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli á Spáni en liðin gerðu 1-1 jafntefli í gær. Real varðist vel í leiknum og City tókst ekki að ná inn markinu sem hefði komið liðinu áfram í undanúrslitin. Bernardo Silva var skúrkurinn í vítakeppni en hann tók þar skelfilegt víti. Athygli vakti þegar norski framherjinn Erling Braut Haaland var tekinn af velli áður en framlengingin byrjaði. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola var spurður út í það eftir leikinn. Guardiola: "Erling and Kevin asked me to go out, like Manu, they could not continue. The game we were playing they were amazing and I am not a big fan of making a lot of substitutions but Kevin, Erling and Manu asked me to go out."— Sam Lee (@SamLee) April 17, 2024 „Ég er ekki hrifinn af því að gera margar skiptingar en Erling Braut Haaland, Manuel Akanji og Kevin De Bruyne báðu mig allir um skiptingu. Þeir gátu ekki haldið áfram,“ sagði Pep Guardiola samkvæmt Sam Lee, blaðamanni The Athletic. Haaland fékk nokkur færi í leiknum en sást ekki mikið. Hann hefur nú spilað fjórum sinnum með City á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á síðustu tveimur tímabilum og hefur ekki skorað eitt einasta mark. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Dramur Manchester City um að vinna þrennuna annað tímabilið í röð varð að engu í gærkvöldi þegar Real Madrid sló ensku meistarana út úr Meistaradeildinni. Real Madrid vann leikinn í vítakeppni en hann fór fram á heimavelli Manchester City. Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli á Spáni en liðin gerðu 1-1 jafntefli í gær. Real varðist vel í leiknum og City tókst ekki að ná inn markinu sem hefði komið liðinu áfram í undanúrslitin. Bernardo Silva var skúrkurinn í vítakeppni en hann tók þar skelfilegt víti. Athygli vakti þegar norski framherjinn Erling Braut Haaland var tekinn af velli áður en framlengingin byrjaði. Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola var spurður út í það eftir leikinn. Guardiola: "Erling and Kevin asked me to go out, like Manu, they could not continue. The game we were playing they were amazing and I am not a big fan of making a lot of substitutions but Kevin, Erling and Manu asked me to go out."— Sam Lee (@SamLee) April 17, 2024 „Ég er ekki hrifinn af því að gera margar skiptingar en Erling Braut Haaland, Manuel Akanji og Kevin De Bruyne báðu mig allir um skiptingu. Þeir gátu ekki haldið áfram,“ sagði Pep Guardiola samkvæmt Sam Lee, blaðamanni The Athletic. Haaland fékk nokkur færi í leiknum en sást ekki mikið. Hann hefur nú spilað fjórum sinnum með City á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á síðustu tveimur tímabilum og hefur ekki skorað eitt einasta mark.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira