Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2024 06:49 Átökin í Úkraínu, sem nú hafa staðið yfir í um tvö ár, hafa tekið sinn toll. epa/Anastasia Vlasova Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. BBC Russian, fjölmiðlahópurinn Mediazona og sjálfboðaliðar hafa staðið að talningu dauðsfalla frá því í febrúar 2022. Talningin fer meðal annars fram með því að kemba opinber gögn, fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðla, auk þess að fylgjast með nýjum gröfum í kirkjugörðum. Samkvæmt talningunni létust 27.300 hermenn á tímabilinu febrúar 2023 til febrúar 2024. BBC segir þetta sýna vel hina gríðarlegu mannlegu fórn sem sókn Rússa í Úkraínu hefur haft í för með sér. Miðillinn segir aðferðum Rússa hafa verið líkt við hakkavél, þar sem hermenn séu sendir í stöðugum bylgjum inn á vígvöllinn til að þreyta varnir Úkraínumanna og afhjúpa staðsetningu þeirra fyrir stórskotalið innrásarhersins. Rússnesk stjórnvöld neituðu að tjá sig um fjöldann. BBC segir dauðsföllin líklega mun fleiri en talan nær til að mynda ekki til mannfalls í bardagasveitum á hernumdum svæðum í Donetsk og Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í febrúar síðastliðnum að 31.000 úkraínskir hermenn hefðu fallið í átökunum en þar er einnig talið að raunverulegur fjöldi sé töluvert meiri. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
BBC Russian, fjölmiðlahópurinn Mediazona og sjálfboðaliðar hafa staðið að talningu dauðsfalla frá því í febrúar 2022. Talningin fer meðal annars fram með því að kemba opinber gögn, fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðla, auk þess að fylgjast með nýjum gröfum í kirkjugörðum. Samkvæmt talningunni létust 27.300 hermenn á tímabilinu febrúar 2023 til febrúar 2024. BBC segir þetta sýna vel hina gríðarlegu mannlegu fórn sem sókn Rússa í Úkraínu hefur haft í för með sér. Miðillinn segir aðferðum Rússa hafa verið líkt við hakkavél, þar sem hermenn séu sendir í stöðugum bylgjum inn á vígvöllinn til að þreyta varnir Úkraínumanna og afhjúpa staðsetningu þeirra fyrir stórskotalið innrásarhersins. Rússnesk stjórnvöld neituðu að tjá sig um fjöldann. BBC segir dauðsföllin líklega mun fleiri en talan nær til að mynda ekki til mannfalls í bardagasveitum á hernumdum svæðum í Donetsk og Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í febrúar síðastliðnum að 31.000 úkraínskir hermenn hefðu fallið í átökunum en þar er einnig talið að raunverulegur fjöldi sé töluvert meiri.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira