Erlent

Ísraels­her stað­ráðinn í að bregðast við á­rás Írana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yoav Gallant varnarmálaráðherra ræðir málin við herforingja Ísraelshers á fundinum í gærkvöldi. 
Yoav Gallant varnarmálaráðherra ræðir málin við herforingja Ísraelshers á fundinum í gærkvöldi.  Varnarmálaráðuneyti Ísraels/Getty

Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina.

Ekki hefur verið gefið út hvort náðst hafi niðurstaða um næstu skref. Þrátt fyrir aðvaranir helstu leiðtoga heimsins um að sýna stillingu í málinu segist talsmaður hersins það á hreinu að árásinni verði mætt með einhverjum hætti og að allt verði gert til þess að verja Ísraelsríki.

Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa hvatt Írana og Ísraela til að slaka á spennunni sem nú ríkir milli þeirra. Utanríkisráðherra Kínverja ræddi við íranska kollega sinn í nótt um málið og kínverskir miðlar segja að Íranir séu nú viljugir til að sýna stillingu og að þeir vilji ekki frekari átök. Þeir muni hinsvegar bregðast við, ef á þá verði ráðist.


Tengdar fréttir

Umfang árásarinnar kom á óvart

Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×