Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Teikning af fylgistjörnu BH3 og sporbraut hennar um svartholið. Það fannst fyrir tilstuðlan þyngdaráhrifa svartholsins sem veldur vaggi í hreyfingum stjörnunnar. ESO/L. Calçada Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík. Vísindi Geimurinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira