Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 14:48 Benny Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024 Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00