Erlent

For­eldrar skotárásarmanns dæmdir í fangelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jennifer og James Crumbley, voru dæmd til að minnsta kosti tíu ára fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi.
Jennifer og James Crumbley, voru dæmd til að minnsta kosti tíu ára fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi. AP Photo/Paul Sancya

Foreldrar drengs sem framdi skotárás í skóla í Michican árið 2021 hafa verið dæmd í tíu til fimmtán ára langt fangelsi fyrir aðild sína að málinu og fengu þau dóma fyrir manndráp af gáleysi.

Þetta er í fyrsta sinn sem foreldrar unglinga sem fremja slíka glæpi eru látnir svara til saka í Bandaríkjunum en slíkar skotárásir, sérstaklega í skólum hafa verið algengar í landinu síðustu ár. Ethan Crumbley var fimmtán ára gamall þegar hann skaut fjóra skólafélaga sína til bana og særði sjö aðra. Hann notaði hálfsjálfvirka skammbyssu við verknaðinn sem foreldrar hans höfðu keypt fyrir hann. Hann situr nú í fangelsi til lífsstíðar.

Foreldrarnir voru sökuð um að hafa ekki gætt að geðheilsu drengsins sem hafi augljóslega versnað án þess að þau kæmu honum undir læknishendur og fyrir að gefa honum skambyssuna.

Verjendur bentu á að ekkert bendi til að foreldrarnir hafi vitað um fyrirætlanir Ethans, en kviðdómur fann þau engu að síður sek um aðild að málinu.


Tengdar fréttir

For­eldrar byssu­­mannsins fundust í felum í kjallara

Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar.

For­eldrar byssu­mannsins í Michigan á­kærðir

Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi.

Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk

Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×