Íslenski boltinn

Staf­rófið ræður röð fjögurra efstu liðanna í Bestu deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrsta mark Blika í Bestu deildinni í sumar.
Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrsta mark Blika í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Anton Brink

Blikar sitja í toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á FH í gærkvöldi. Þrjú önnur lið eru þó með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þá er bara eitt sem ræður röðinni.

Blikarnir græða á að vera snemma í stafrófinu því það er stafrófið ræður röð fjögurra efstu liðanna í Bestu deildinni.

Breiðablik, Fram, Valur og Víkingur R. unnu öll leiki sína 2-0 í fyrstu umferðinni.

Það er því ekki hægt að skilja á milli liðanna hvað varðar árangur. Stafrófið er því það eina sem skilur á milli þessara liða.

Þetta er annað skiptið á þremur árum sem Blikar græða á þessu því þeir voru einnig efstir eftir fyrstu umferðina sumarið 2022 þrátt fyrir að vera með sömu stig og sömu markatölu og KR.

Að sama skapi tapa nýliðar Vestra á því að vera seint í stafrófinu. Neðstu fjögur lið deildarinnar eru öll með núll stig og markatöluna 0-2. Stjarnan og Vestri sitja í fallsætinu af því að þau eru á eftir FH og ÍA í stafrófinu.

KR vann líka sinn leik í fyrstu umferðinni en aðeins með einu marki. Þeir sitja því í fimmta sætinu fyrir neðan efstu fjögur liðin.

Þetta er síðan auðvitað bara fyrsta umferðin og sú næsta byrjar strax á föstudagskvöldið og allir leikirnir eru sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport.

 • Toppliðið eftir fyrstu umferð síðustu ár:
 • 2024: Breiðablik, Fram, Valur og Víkingur R. 3 stig og +2 (2-0)
 • 2023: Víkingur R. 3 stig og +2 (2-0)
 • 2022: Breiðablik og KR 3 stig og +3 (4-1)
 • 2021: FH, KR og Valur 3 stig og +2 (2-0)
 • 2020: Breiðablik 3 stig og +3 (3-0)
 • 2019: Fylkir 3 stig og +3 (3-0)
 • 2018: Breiðablik 3 stig og +3 (4-1)
 • 2017: FH 3 stig og +2 (4-2)
 • 2016: ÍBV 3 stig og +4 (4-0)
 • 2015: Leiknir R. 3 stig og +3 (3-0)
 • 2014: Fjölnir 3 stig og +3 (3-0)Fleiri fréttir

Sjá meira


×