Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:31 Vestramenn lentu í vandræðum á leiðinni heim til Ísafjarðar. Vísir/Diego Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti. Besta deild karla Vestri Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira