Færri en fimm dauðsföll á ári vegna mistaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. apríl 2024 08:00 Alma Möller landlæknir segir sjaldgæft að dauðsföll verði vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þótt embættið hafi fengið yfir níutíu tilkynningar um slíkt síðustu ár hafi greining embættisins sýnt að þau séu í raun innan við fimm á ári. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim. Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira