Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 18:34 Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í íslenskri heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Vísir Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira