Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 10:01 Leikmenn Man United voru allt annað en sáttir með að dómari leiksins skildi bæta átta mínútum við og dæma svo vítaspyrnu þegar sá tími var svo gott sem liðinn. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47